Iðunn - 01.01.1887, Blaðsíða 50
44
Jónas Jóuasson:
bréf frá séra J>órði bróður sínum. Seinni partrinn
af því bréfi hljóðaði þannig :
„Aðrar fréttir man eg ekki að eg liafi til að skrifa
þér, enda ertu nú ekki svo kunnugr hér, að það taki >
því að skrifa þér til, þó að fjölgi hjá einhverjum eða
einhver kerling hafi verkaskifti. Enn eg held eg verði
þó að segja þér eina skrýtlu, þó að eg sé orðinn naumt
fyrir í póstinn. þú manst að eg skírði fyrir Geir á
Hrútabrekkum í sumar, og þú manst víst líka, livað það
gekk heiðarlega með hempuna og handbókina, að eg
varð að gera það hempu- og bókarlaust. Enn blessuð-
um dannebrogsriddaranum á B., honum séra Sigurði
gamia, hefir ofboðið þetta altsaman, svo að hann hefir
skrifað biskupinum til heillangan pistil um þetta, og
víst beðið hann að klekkja á mér, bæði fyrir það, að
grípa svona fram fyrir sínar hendr að fara að gera
prestsverk i sínu prestakalli, og svo það sem út yfir
tók, að gera það hempulaust og bókarlaust. Svo þykist
eg sjá og finna á öllum lotum. að hann hefir farið fram
á það í endann á þessu bréfi sínu, að fyrst eg hefði einu
sinni látið mér líka að spjátra mig hempulaus í prests-
skapnum, svo væri það mátulegast, að eg fengi aldrei
að fara í hana. Enn hvað sem þessu líðr — viti menn !
fvrir rúmri viku fæ eg biskupsbréf frá prófasti, þar sem
brot mitt á prestslegu velsæmi og skortr á góðri og
siðsamlegri þjónustu í embætti minu er tekið fram,
einkanlega að því leyti að eg blandaði mér inn í verka-
hring annara presta að þarflausu, og sýndi embættis-
stööu minni þá óhæfilegu vanvirðu, að fara hempulaus
til prestsverka. J>etta er nú syndin; enn svo kemr nú
náðin : að af því að eg enn sé ungr og því ekki eins
gætinn, eins og prestum beri að vera, og eg því muni
hafa gert þetta fremr af hugsunarleysi enn illum ásetn-
ingi: að óvirða stöðu mina og gamlan embættisbróður,
þá vonast hann eftir, aö „gud gefi mér náö til“ rð sjá
í