Iðunn - 01.01.1887, Blaðsíða 64
58
H. C. Andersen :
eins og támjúkir kettir innan um sef-runna, sem
önguðu af blómstrum viðsmjörsviðarins, og Ijónið
og tígrisdýrið vöru spök og meinlaus, og villidúf-
an, skínandi eins og glitperla, klappaði Ijóninu
með vængjunum, og hindarkálfurinn, sem annars er
stygðin sjálf, stóð og teigði fram höfuðið, eins og
vildi hann láta vel að ljóninu.
Nú kom ljúflingadrottningin ; klæði hennar skinu
eins og sól, og svo var hún björt og brosmild, eins
og móðir, sem minnist við nýfæddan frumgetning.
Hvílík æska og fegurð ! Og með henni fylgdist ynd-
islegur ungmeyjafjöldi; báru þær allar blikandi
stjörnur í hárinu.
Austanvindurinn rjetti að drottningunni laufið
frá fuglinum Fönix, og augu hennar tindruðu af
gleði. Hún tók í hönd kóngssyninum og leiddi
hann inn í höllina sína, þar sem litaprýðin á veggj-
unum var líkust skrautlegu túlípansblaði, þegar því
er haldið upp við sólina. Hvelfingin var eitt afar-
stórt blómstur, og því lengur, sem horft var upp í
það, því dýpri sýndist bikar blómsins. Kóngsson-
urinn gekk að glugga og leit í eina rúðuna; þá sá
hann skilningstrjeð og höggorminn, og skammt þar
frá stóð Adam og Eva. »Eru þau ekki út rekin
hjeðan ?» spurði hann; en drottningin brosti og
sagði honum, að þannig hefði tíminn brennt ímynd
sína á hverja rúðu, en ekki eins og menn sæju
myndir venjulega, nei, það væri allt lifandi, laufin
a trjánum hreifðust, og mennirnir færu og kæinu
eins og í lifandi skuggsjá. Honum varð litið í aðra
rúðu, og þar sá hann draum Jakobs, þar semstig-
inn tók til himins og englarnir svifu upp og ofan.