Iðunn - 01.01.1887, Page 65
59
Aldingarðurinn Eden.
Já, allt sem við ber í veröldinni, það lifði og bærð-
18b þar á rúðunum ; svo hagleg málverk getur enginn
búið til nema tíminn.
Drottningin brosti, og leiddi hann með sjer inn
1 annan undra-háan sal; veggir hans sýndust vera
gagnsæ málverk; þar brosti við eitt andlitið öðru
fríðara; pað voru miljónir hinna útvöldu, sem sungu
sanran með dillandi samhljómi; þeir, sem voru
&llra efst uppi, voru svo smáir, að þeir sýndust
enn þá minni en blómknappar dregnir á blaði með
einuin depli.
I miðjum salnum stóð eik mikil með síðum grein-
um og glóðu aldin hjer og hvar í sefgrænu laufinu.
j?að voru gullepili, og þetta var trjeð, sem þau
Adam og Eva höfðu etið af. Frá hverju laufi draup
eldrauður daggardropi; það v’ar eins og trjeð grjeti
blóðugum tárum.
»Nú skulum við stíga í bátinn — sagði gyðjan —
°g fá okkur hressingu úti á svölum og iðandi öldum.
Báturínn kvikar og kemst þó ekki úr stað». XJndur
var að sjá, hvernig allar strendur umhverfis fóru
af stað ! þar svifu fyrir hin háu Alpafjöll með öll-
nm tindum og jöklum, skýbólstrum og dimmum
greniskógum ; hljóðpípur smalanna gullu við í hlíð-
nnum, en hjörðin svaraði jarmandi niðri í dölun-
nm, svo mann langaði fram til fjalla. þar stóðu
°g banantrje, og rjettu limið út að bátnum ; hrafn-
svartir svanir svifu um vatnið og hin undarlegustu
og blómstur horfðu við á bökkunum. það var
Nýja-Holland, fimmta heimsálfan, sem þá sveif
fyrir, og sást bóla á dimmblá fjöll fjarska-langt inni
1 landi. þar heyrðist málrómur blótgoðanna, og