Iðunn - 01.01.1887, Page 66
60
H. C. Andersen :
villimenmrnir sáust stíga dansa með bumbum og
beinpípum. |>á svifu fyrir píramíðurnar á Egipta-
landi, og sfinxarnir, sem eru tröllhöfuð ur steini,
en hálfsokkin í sand. Líka sáust norðurljósin leiptra
yfir ísjöklum norður í höfum. Svo fagra skraut-
elda kyndir engin dauðleg vera. Nix var kóngssynin-
um skemmt; hann sá hundrað sinnum meira en
allt þetta.
»Og fæ jeg ekki að vera hjer alla æfi ?» spurði
hann.
»J>að er undir sjálfum þjer komið», sagði gyðjan.
»Látir þxx ekki freista þín til að gera það, sem þjer
er bannað, þá máttu vera hjer alla tíma».
»Jeg skal ekki snerta eplin á skiluingstrjenu»,—
sagði kóngssonurinn; «enda eru hjer nóg aldini fegri
en þau eru».
»Reyndu sjálfan þig», sagði gyðjan, »og sjertu
ekki nógu öruggur, er þjer bezt að fylgjast með
Austanvindinum, sem flutti þig; hann flýgur nú
heimleiðis aptur og kernur hingað ekki fyr en að
hundrað árum liðnum ; sá tími mun líða fyrir þjer
hjer eins fljótt, eins og hundrað klukkustundir; en
langur tími er það fyrir freistnina og syndina. A
hverju kvöldi, þegar jeg skil við þig, hlýt jeg að
kalla til þín og segja: fylgdu mjer! og benda þjer
með hendinni; en þxx skalt vera kyr. Eylgdu mjer
ekki, því anrrars vex ílöngun þín með hverju fót-
máli. |>ú kemur inn í salinn, þar sem skilnings-
trjeð er; jeg hvíli undir þess angandi greinum ; þú
munt lúta niður að mjer, og þá hlýt jeg aö brosa;
en verði þjer á að snerta munn minn með kossi,
þá mun Paradís sökkva djúpt í jörð niður, og sjer