Iðunn - 01.01.1887, Page 68
62
H. C. Andersen :
dælt væri að lifa, að þær mundu aldrei eldast nje
deyja, og að aldingarðurinn Eden mundi blóma bera
um aldur og æfi.
Nú seig sól til viðar; allur himininn varð að einu
ómælandi gullhvolfi, sem lýsti liljurnar, eins og
þær væru hinar fegustu rósir, og kóngssonurinn
drakk hið blikskæra vín, sem dísirnar báru hon-
um, og hann var sælli en hann hafði nokkru sinni
áður verið. f>á sjer hann, hvar gaflinn lyptist frá
höllinni, og skilningstrjeð stóð í þeim ljóma, sem
augu lians stóðust ekki; söngur ómaði þaðan, rnild-
ur og mjúkur, eins og móðir hans kvæði við vöggu,
og fannst honum hún syngja: »Barnið mitt blíða,
barnið mitt blíða».
þá benti drottningin og hvíslaði undurblítt:
»Fylgdu mjer». Og hann hljóp á eptir henni,—
gleymdi heiti sínu, gleymdi því fyrsta kvöldið; og
hún benti og hún brosti. Anganin hin ilmríka í
loptinu fór að verða magnaðri, hörpurnar hljóm-
uðu æ viðkvæmara, og það var eins og brosandi
andlit miljónum saman gægðust fram alstaðar og
kinkuðu kolli, og sögðu: »Allt byrjar oss að vita
og skilja; maðurinn er herra jarðarinnar». Og nú
drupu ekki lengur hin blóðugu tárin frá laufi skiln-
ingstrjesins, heldur ljósrauðar, tindrandi stjörnur.
»Eylgdu mjer, fylgdu mjer!» sagði hinn dillandi
málrómur; og heitari og heitari urðu vangar kóngs-
sonarins, og harðara og harðara streymdi blóðið
um æðar hans. »Jeg má til!» sagði hann; »það er
ekki heldur nein synd ; það getur ómögulega
verið synd; má jeg ekki fylgja fegurð og fögnuði ?
Nei, jeg ætla að sjá, hvar hún sefur; jeg missi