Iðunn - 01.01.1887, Page 70
64
H. C. Andersen :
ist hann. »Hvað hef jeg gert?» sagði hann og
stundi við. »Jeg er búinn að syndga, eins og hann
Adam — búinn að syndga, og Paradís er sokkin».
Og hann upp hóf augu sín og sá stjörnuna hina
fjarlægu, sem tindraði, eins og hin týnda Paradis —
stjörnuna sá hann enn—; það var morgunstjarnan á
himninum.
Hann stóð upp og sá, að hann var í stóra skóg-
inum nálægt helli vindanna, og móðir þeirra sat
þar hjá honum ; hún var reiðuleg og brá upp annari
hendinni.
»Strax fyrsta kvöldið!» sagði hún ; »það grunaði
mig; jæa: ætti jeg þig, piltur minn, þá skyldir þú
í pokann».
»0g í hann skal hann fara», sa-gði Dauðinn. jpað
var gamall maður, en mikill og sterklegur, raeð
ljá í hendi, og stóra hrafnsvarta vængi út úr herð-
unum. »1 Iíkkistu skal hann liggja, en ekki í
þetta sinn; en jeg marka mjer hann; lofum hon-
um enn þá stundarkorn að velkjast í veröldinni, og
bæta fyrir synd sína og betrast! — jeg kem ein-
hvern tíma. |>egar hann minnst varir, sting jeg
honum í hina dökku líkkistu, hef hann upp á höf-
uð mjer, og fiýg með hann upp til stjarnanna.
]?ar blómgast líka aldingarðurinn Eden; og sje hann
góður og samvizkusamur, fær hann að fara þar
inn, en sje enn hann þá illur í huga og beri hjartaó
fullt af synd, sekkur hann með kistunni dýpra
niður en Paradís sökk, og að eins einu sinni á
þúsund ára tímabili sæki jeg haun ajrtur, til þess
að hann geti sokkið enn þá dýpra, éða þá numið