Iðunn - 01.01.1887, Side 80
74
Lúðursveinninn.
komast í umsátarsöguna: — það er dálítil glaðning
innan um allar þær raunarollur.
Nú er að segja frá því, er andinn kom í annað
skipti yfir Pjetur. þá fór enn ver, en í fyrsta
skiptið, og var þó ekki því um að kenna, að ekki
væri tilgangurinn góður. Daginn, sem foringinn bauð
að drepa þá, sem eptir væru af hestum fyrirliðanna.
bauð jeg þjóni mínum að leiða reiðskjóta minn til
slátrunar. Pjetri duldist það ekki, að jeg sá stór-
um eptir honum, og hann ljezt allt í einu vita ráð
til þess, að afia oss matvæla, svo að ekki þyrfti að
slátra hestunum að svo komnu. Hann þóttist vita
af kornbyrgðum í húsi einu fyrir utan þorpið, en
sú vandhæfi var á, að með eugu móti varð sneitt
hjá skotum óvinanna á leiðinni þangað. En Pjet-
ur vissi ráð við því.
þegar náttaði, fór hann að hypja sig af stað með
fjelögum sínum. þeir tóku hver um sig þykkt borð
á bak sjer, og rjeðust því næst niður í göngin.
þegar göngin þraut, lögðust þeir niður og skriðu á-
fram, en höfðu borðin yfir sjer. Tyrkir skutu í
ákefð, en kúlurnar skullu á borðunum, og var Pjet-
ur hinn kátasti og hreykinn mjög yfir ráðkænsku
sinni. En er þeir áttu skammt eptir að húsinu,
skall sprengikúla á þá, og þeytti burtu sumum borð-
unum. Urðu nú Tyrkir þess vísari, hvað um var
að vera, og efldu skothríðina. Urðu þá ýmsir sárir
úr liði Pjeturs, en sumir fjellu; hlutu þeir að hörfa
undan sem skjótast, og báru á borðunum þá, er
ekki voru ferðafærir. Pjetur varð sjálfur sár, og lá
í viku. Tvo seinustu dagana af umsátinni var hann á
fótum.