Iðunn - 01.01.1887, Page 81
Lúðursveinninn.
75
Jeg skil ekki enn, hvernig vjer fórum að lifa sein-
Ustu dagana.—21. júní flutti foringinn oss þann fagn-
úðarboðskap, að næsta dag væri von á liði oss til
hjálpar ; annaðhvort liefir hann fengið einhver
skeyti frá meginhernum, eða hann hefir tekið þetta
UPP hjá sjálfum sjer til þess, að auka oss hugrekki;
ttijer er óljóst, hvort heldur hefir verið.
Svo leið næsti dagur, að vjer sáum ekkert, ekkert
Uema blossana úr fallbyssum Tyrkja.
Enn liðu tveir dagar; og þá urðum vjer úrkula
vonar. Oss var innanbrjósts sem vjér sætum á kili
uti í reginhafi, sviptir allri von um að líta land
íramar. Yjer vorum orðnir brauðlausir, og urðum
að láta oss nægja sitt spónblaðið hver af skemmdu
vatni á dag. Hitinn var óþolandi; en þó var ó-
dauninn af líkum hinna föllnu enn verri. þ>eir fáu,
sem á fótum voru, gátu ekki komizt yfir öll þau
ósköp, sem gera þurfti. Margir ljetu hnígast til
jarðar og störðu þegjandi fram undan sjer; það var
auðsjeð á öllu, að þeir þráðu dauðann. — 27. dag
mánaðarins átum vjer eina hestinn, sem eptir var
hann var síðasti biti f háls ; vjer áttum nýjan
ófrið fyrir höndum — dauðastríðið.
Að kveldi þessa dags bar tyrkneskan sendimann
að múrum vorum. Foringinn gekk til móts við
hann með fyrirliðum síuum og hleypti honum inn.
Hann flutti brjef frá foringja Tyrkja. þetta var í
áttunda skiptið, er Tyrkir gerðu oss skeyti. For-
ingi vor tók við bréfinu, og las það upp hátt við
skriðljósið. Schamyl-Pascha kvaðst gera oss kunn-
ugt, að Loris Melikof (rússneskur hershöfðingi) hefði
beðið ósigur og misst Kars vir höndum sjer; sömu-