Iðunn - 01.01.1887, Page 83
Lúðursveinninn.
77
hver yrði tíl þess að hefja máls á því, er oss bjó
1 skapi; menn forðuðust að líta hver á annan, til
Þess, að láta ekkert á sjer sjá.
Jeg sneri mjer undan, og varð mjer þá litið á
iQann, sem kom til móts við oss með höndina í
fatli og dúk um ennið. jpað var þá gamli þjónn-
®n minn ; kom hann til þess að sjá, hvað um vœri
að vera; hann hafði ekkert heyrt og vissi ekki
hvernig ástatt var. Leit hann stórum augum á
Tyrkjann, sem stóð grafkyr í sömu sporum, eins
°g prestur fyrir altari.
I þriðja sinni á œfinni vaknaði Pjetur af vana-
^óki sínu, og það að ráði. J>að var skoplegt til-
hækið, sem honum flaug í hug, og laglegt var það
af nissneskum bóndamanni; en drottinn veit einn,
hvaðan það kom. Hann vjek sjer að sendimannin-
Unb tók lúðurinn sinn, ofurlítið grey, upp úr vasa
sinum, þar sem hann hafði blundað hrotulaust frá
því fyrir löngu síðan, bar hann að vörunum, og
hljes af öllum mœtti, svo að Tyrkjanum varð hermt
við.
það, sem Pjetur bljes á lúðurinn, var upphafið
a þjóðsöng vorum: Drottinn sje með czamum
(keisaranum).
Þjer vitið, hversu tilkomumikið og háfleygt þetta
erindi er !
A stórhátíðum hersins þrumar ómur þess yfir
hrjóstum fylkinganna, og þá hitnar í hjörtum, sverð-
ln kveða við, og fánarnir flögra fram og aptur. Óð-
ai'a en vjer heyrum það kveða við, fer titringur um
°ss, og það jafnvel þá, sem spakastir eru; blóðið
stígur til höfuðsins og æðarnar þrútna.