Iðunn - 01.01.1887, Page 84
78
Lúðursveinninn.
En í smálúðrinum hans Pjeturs voru ekki til
neinar þrumuraddir; þjóðsöngurinn ómaði rauna-
lega og blíðlega úr þessu litla og veikróma hljóð-
færi. En það er eins og allir rönkuðu við sjer, er
þessi hljómur barst þeim að eyrum, og fór titring-
ur um oss alla. Oss fannst sem vjer heyrðum rödd
hins rússneska stórveldis heita oss hjálp. það var
eins og fósturjörðin varpaði mæðilega öndinni, og
hjeti á oss við allar helgar kindir, að verja orðstír
sinn fram í dauðann.
Undarlega eru mennirnir gerðir, vinur minn.
Eáeinar hljóðsveiflur sneru oss öllum í einu vet-
fangi.
Deifðardrunginn hvarf oss öllum samstundis;
hjörtun fylltust þori, augun tindruðu.
Allir hrukku við, eins og þá er menn vakna við
vondan draum, og hrundu frá sjer öllum ugg og
kvíða.
Allt í einu greip foringinn brjefið, fleygði því í
sendimanninn, og sagði:
— »þig ætti að hengja»!
Má vera, að þessi orð hafi verið tekin sem skip-
un ; seinna fi-jettist og, að sendimaðurinn hefði verið
strokumaður, og því sekur um landráð. þetta get-
ur verið.
Jeg býst við, að yður lítist ekki á það, sem
eptir er af sögu minni; en þjer verðið að gæta þess,
að það má ekki búast við mikilli stillingu af þeim
mönnum, sem eru nær dauða en lífi af hungri, og
örvænta sjer allra heilla.
það er skjótt frá að segja. Jeg veit ekki hvernig
það atvikaðist, eða hver gerði það. En óðara en