Iðunn - 01.01.1887, Blaðsíða 90
84 Kona byggingameistarans.
ungar og erkibiskupar höfðu lagt mikinn hug á, að
fá komið upp brú, sem væri jafnfögur og rambygð
og hin fyrri, en engum byggingameisturum, hvorki
kristnum né serknesknum, hafði tekizt það enn þá,
hvað miklir snillingar sem þeir voru, og hvernig
sem þeir lögðu sig í líma, því straumharka fljóts-
ins ruddi burt smíðapöllunum, hvolfstyttunum og
brúnni, áður en hinum risavöxnu bogum hennar
væri lokið til fulls.
|>á bjó erkibiskup sá í Tóledó, er Don Pedro
Tenorio hét, og var hann hinn mesti skörungur, svo
sagt er með réttu, að Tóledó eigi honum alt að
því eins mikið að þakka eins og konungum sínum.
Hann lét boð út ganga um allar stórborgir Spán-
ar, bæði serkneskar og kristnar, með þeim tilmæl-
um, að allir byggingameistarar, sem treystu sér til
að endurreisa Marteinsbrúna, vildu svo vel gera
að koma til Tóledó.
þ>að var einhvern dag, að maður nokkur og kona,
alveg óþekt, komu til Tóledó og fóru inn um Kam-
bronshlið í borgina. Skoðuðu hjón þessi fyrst
rústir Marteinsbrúarinnar, og leigðu sér síðan her-
bergi skamt þaðan. Fám stundum síðar sneri mað-
urinn á leið til erkibiskups-hallarinnar.
|>að hittist svo á, að erkibiskup var að talavið préláta
marga, fræðimenn og stórherra; kunni svo opt til að
bera, því margir löðuðust til viðkynningar við erki-
biskup sakir vizku hans og mannkosta. Kemur nú
einn af þjónum hans inn, og segir kominn vera bygg-
ingameistaraúr fjarlægum landsbygðum, sem beiðist
þeirrar sæmdar, að mega finna hann að máli, tók
erkibiskup því vel og feginsamlega.