Iðunn - 01.01.1887, Page 92
86
Kona byggingameistarans.
»í æskn minni var eg liðsmaður, en fyrir van-
heilsu sakir varð eg að hætta við hermensku og
hverfa aptur til Kastilíu, ættlands míns; þar fór
eg að leggja stund á byggingalistina, fyrst bóklega
og síðan verklega».
»Mér þykir leitt, að þér getið ekki nefnt neina
byggingu til sannindamerkis um kunnáttu yðar».
»Margar standa við Tormes og Duero, öðrum til
sæmdar, en ættu að vera þeim manni til frægðar,
sem nú leitar á yður með bænum sínum».
»Bg skil yður ekki».
»Eg var fátækur maður og ókunnur, og gat svo
að eins aflað brauðs og frægðar, að eg afsalaði
öðrum frægðina, en lét mér sjálfum nægjabrauðið».
»|>að er sárleitt, að þér skulið ekkert hafa í hönd-
um til að fullvissa oss um, að vér treystum ekki ó-
fyrirsynju, þegar vér treystum yður».
»Eitt hef eg, sem eg vona að yður nægi».
»Og hvað er það ?»
»Líf mitt».
»Talið ljósara».
»|>egar hvolfstytta stærsta bogans í brú hins helga
Marteins hverfur á burt, þá skal meistarinn, sem
stýrt hefir verkinu, standa á lokasteini hvelfing-
arinnari).
»Eg geng að þessu samningsboði yðar».
»Og eg skal standa við orð mín».
Erkibiskup tók 1 hönd byggingameistaranum, en
hann var hinn ánægðasti og hélt nú heim til sín.
Kona hans, sem enn var á æskuskeiði og hin fríð-
asta, þó ekki væri trútt um, að sorg og mæða hefði