Iðunn - 01.01.1887, Side 93
87
Kona byggingameistaians.
ekki rýrt fegurð hennar, hún beið hans löngunar-
ftUl við gluggann, og kom hlaupandi móti honum.
“Katalína ! Katalína mín !» kallaði byggingameist-
arinn fagnandi; »meðal minnismerkja þeirra, sem
Tóledó prýða, mun líka verða eitt, sem sýnir kom-
ajidi öldum nafnið Juan de Arevalo.
III.
Nú var svo komið, að þegar Tóledingar nálguðust
bakka Tajo-iljótsins, þá gátu þeir ekki lengur sagt:
“Hérua var brú hins helga Marteins» — því nú var
langt komið með nýa brú, sem reyndar studdist
enn við traustgerða viðarpalla og undirhvelfingar.
Hon Pedro Tenorio, erkibiskup, og Tóledingar sjálfir
gáfu hinum hugvitssama og hamingjusama bygg-
lngameistara stórgjafir, og sæmdu hann á allar
lundir, svo mikið fannst þsim um, að honum hafði
tekizt að koma upp hinum þremur bogum, sem báru
Marteins brú, og stóðu af sér straumliörku fljótsins,
er þá var í vexti, og héldu upp brúarbyggingunni,
eins og hún var risavaxin og áriðamikil.
“Aðfarakvöld Ildefonsó messu, hins helga, sem var
^erndardýrðlingur borgarinnar, — lét Juan Arevalo
erkibiskupinn vita, að nú væri ekkert að vanbúnaði
Kamar, það þyrfti ekki annað en að rýma burt
hvolfstyttunum, er fyltu hvilftir hinna þriggja brú-
arboga, ásamt hinum traustu og margviðuðu furupöll-
Urni sem reistir voru þar í kring.
fetta fékk bæði erkibiskupi og öllum borgar-
^ýðnum hins mesta faguaðar. það var að vísu
Kískaverk að koma burt pöllunum og hvolfstytt-
Unum, sem hin snildarlega hlaðna og stórkostlega