Iðunn - 01.01.1887, Page 94
88 Kona byggingameist.arans.
brúarbygging hvíldi á, en af því byggingameistar-
inn var svo rólegur, hann, sem sjálfur átti að
standa á miðboga brúarinnar, þegar voðapróf þetta
færi fram, þá urðu allir vongóðir og trúaröruggir, að
alt mundi vel fara.
Nú var birt með auglýsingum og almennri klukkna-
hringingu um alla borgina, að næsta dag skyldi
vígja brúna og lýsa yfir henni blessun. Tóledingar
horfðu með gleðihrærðum hjörtum af hinum víðsýnu
hæðum, sem liggja upp frá Tajo, yfrum til Cigarra-
les, þar sem nú hafði árum saman verið svo dap-
urt, einmunalegt og eyðilegt; nú treystu þeir því,
að frá komandi morgni mundi staður þessi íklæðast
sinni fyrri fegurð, og verða fjörugt heimkynni glað-
værðar og skemtana eins og áðnr.
Eétt undir nóttina gekk Juan de Arevalo upp á
pallana við miðbogana til þess að undirbúa alt undir
morgundaginn.
Hann var í bezta skapi og söng af ánægju, en
alt í einu þagnaði söngvísan á vörum hans, og gleði-
blærinn hvarf af yfirbragði hans; hann skundaði
heim aptur hryggur og kvíðafullur.
Katalína kom á móti manni sínum með gleði-
svip og ætlaði að fagna honum eptir vanda, en
þegar hún sá hann hnugginn og náfölan, þá blilcn-
aði hún sjálf upp af angist.
»Guð hjálpi mér!» kallaði hún óttaslegin, »þér
er ilt»-
»Nei, Katalína mín!» svaraði Juan, og leitaðist
við að dylja hrygð sína.
»Yertu ekki að bera á móti því; eg sé það á
þér».