Iðunn - 01.01.1887, Page 102
96
Presturinn á Bunuvöllum.
»Ó, náðugi herra sankti Pjetur; lofið mjer þó að
minnsta kosti að fá að sjá það, og reyna að hugga
það».
»það skal jeg gjarnan gera. Hjerna eru ilskór,
sem þjer skulið setja upp, því vegurinn er hálf-
slæmur .... hana, ná eru þeir fastir; haldið þjer
nú beint af augum. Sjáið þjer ekki: þarna austur
á kömbunum, þar sem vegurinn beygir við , þar
verður fyrir manni silfurhlið mikið, á hægri hönd.
þar skuluð þjer berja að dyrum, öruggur og ókvíðinn.
Og farið þjer nú í friði, og fylgi yður drottinn».
Og jeg gekk og gekk; en jeg ætla ekki að lýsa
því, hvernig vegurinn var. það fer hryllingur um
mig, þegar jeg hugsa til þess; það var örmjór
stígur, fullur af þyrnum, og hvæsandi höggormar til
beggja handa, beina leið að silfurportinu. Jeg barði
undir eins að dyrum.
»Hver er þar?»—var kallað með hásum róm.
»Presturinn á Bunuvöllum».
»Presturinn á . . . .?»
»A Bunuvöllum !»
»Ó, forlátið þjer; gerið þjer svo vel að ganga
inn».
þar sat stór engill, fríður sínum, með vængi
dökkva sem nótt; en kyrtill hans ljómaði allur eins
og sól í heiði, og við belti honura hjekk demants-
lykill; hann sat og var að skrifa í bók, sem var enn
þá stærri en bók sankti Pjeturs.
»þú hinn fagri guðs engill!; mjer þætti vænt um
að fá að vita, ef það er ekki of fruntalegt af mjer
að spyrja um það, hvort hjerna er ekki neitt fólk frá
Bunuvöllum ?»