Iðunn - 01.01.1887, Page 105
99
Presturinn á Bunuvöllum.
urinn sviðnar, til þess að þurfa ekki að tálga hann.
kvo var loptið daunillt og banvænt, að jeg ætlaði
alyeg að missa andann, og lieyrði jeg þau skelfi-
^egu óp og köll, og þess í milli hræðilegar stunur,
ýlfr og kvein, og blót og ragn og formælingar.
”Nú, ætlardu inn eða ætlardu ekki»,segir svo horn-
éttur ári einn við mig, og leggur til mín fork, sem
hann hjelt á í hendinni.
”Jeg .... jeg ætla ekki inn; jeg er guðs vinur».
”Sjertu guðs vinur, hvaða erindi áttu þá hjer,
kláðagimbillinn þinn», svo sem liann kvað á; þið
farið líklega nærri urn, hvað orðbragðið muni hafa
Verið þokkalegt.
"Jeg ætlaði.......jeg get varla fengið mig til að
%uja því upp. Jeg ætlaði .... jeg ætlaði ....
J^ara að spyrja í auðmýkt um, hvort ekki væri
.... staddir—rjett af tilviljun—. . . . einhverjir
frá Bunuvöllum ?»
»0, heyr á endemi, b......þöngulhausinn þinn;
eins og þú vitir ekki, að öll þvagan frá Bunuvöllum
er hjerna; líttu’ á, djeskotans brúnklukkan þín;
nerðu þig að flenna í sundur á þjer glyrnuskamm-
lrnar, og þá muntu sjá, hvernig við handtjerum þá,
Nunuvallagemlingana þína».
Og í miðjum loganum, þessu litla flæmi eða hitt
Þn heldur, sá jeg fyrst hann Sigurð gamla sótbelg,
®ern kallaður var — þið munið öll eptir honum ? —
ann, sem drakk sig fullan annanhvorn dag og
urði konuna sína eins og fisk; og skammt frá
°num hana Imbu fálu, sem aldrei hugsaði um
annað en að halda sjer til og vildi helzt vera öllunx
7*