Iðunn - 01.01.1887, Page 106
100
Presturinn á Bunuvöllum.
8tundum hjá karlmötmunum. J>ið rnunið víst eptir
henni? Og jeg sá hann jbórð súrt smjör, sem stal
smjörbelgnum frá honum Arna í Smiðjunni, og hann
Tómas trítil, sem skauzt úr vegi ætíð þegar hann
sá til mín með hið heilaga sakramenti, til þess að
hann skyldi ekki mæta mjer. Og þar var Gunnar í
Sölvabæ, Jón í Kirkjukoti, Páll í Seilunni, og . . . .»
— Náfölur af ótta og skelfingu hafði söfnuður-
inn hlýtt á orð prests; einn hafði heyrt föður síns
getið í víti, annar móður sinnar, þriðji afa síns,
bróður eða annara nánustu vina og vandamanna.
Að lítilli stundu liðinni tók prestur aptur til
máls :
»þið sjáið það sjálfir, mínir kæru vinir», mælti
hann, — »þið sjáið það sjálfir, að þetta má ekki
svo til ganga, eins og það hefir gengið að undan-
förnu. Jeg hefi ábyrgð á sálum yðar, og jeg vil
frelsa yður frá frá því glötunardjúpi, er þjer berizt
að óðfiuga. A morgun, og ekki síðar en á morg-
un, ætla jeg að byrja, og það rækilega; það verður
nóg að gera. En til þess að hafa einhverja röð
og reglu á öllu saman, ætla jeg að hafa það svona.
J>að er mánudagur á morgun, og þá ætla jeg að
taka alla karla og kerlingar til skripta. það er
nú ekki svo mjög mikið. A þriðjudaginn öll börn-
in. þau verð jeg nú enga stund með. Miðviku-
daginn alla yngismenn og yngisstfilkur. það getur
kann ske teygzt nokkuð úr því. Eimmtudaginn
alla kvænta menn. það höfum við svo stutt sem
hægt er. Föstudaginn allar konurnar. Ekki of
mikla mælgi og vaðanda, — það áskil jeg fyrirfrarn.