Iðunn - 01.01.1887, Page 110
104
Max O’ Rell:
er sinnugr og siðgóðr og íhugunarsamr í orðum og
gerðum ; þegar hann herjar á aðrar þjóðir, gerir
hann það til þess að færa út verzlun sína, til að
halda heiminum í skefjum og til að efla hagsæld
mannkynsins. þegar hann brýtur þjóðirnar undir
sig, gerir hann það til þess að bæta hagi þeirra hér
í heimi og annars heims. »Gefðu mér land þitt», segir
hann, »þá skal ég gefa þér biblíuna». það er sitt hvað,
rán og kaupskapr (Exchange no robbery).
Hann er svo innilega sannfærðr um helgi trúar-
boðs síns og að hann geri alt í bezta tilgangi, að
hann getr ekki alminnilega sætt sig við það, að
hermenn hans sé drepnir þegar hann á í ófriði.
þegar blöðin segja frá bardaga, er þetta venjulega
viðkvæðið: »Svo margir menn vóru þar drepnir
af liði óvinanna og svo margir Englendingar
myrtir».
það var eitt sinn, meðan ófriðrinn var við Zúlúa, að
villimenn komu að Englendingum óvörum og strá-
feldu eina hersveit. Daginn eftir stóð í hverju blaði:
»Slys við Isandula; enskir hermenn myrtir og
grimmilega sviknir af Zúlúum». Zúlúum var ekki
brugðið um það, að þeir hefðu gint Englendinga í
gildru; hitt var heldr, að þeir hefðu alls ekki hirt
um að gera boð á undan sér, senda nafnseðilinn
sinn, eins og háttr er kurteisra manna. það var
hvorki meira né minna. I London urðu menn óðir
og uppvægir, og töluðu um að brytja Zúlúa niðr
svo að enginn stæði uppi. þegar öllu var á botn-
inn hvolft, höfðu þó vesalings Zúlúar ekki annað
til unnið, enn að þeir vildu verja land sitt.
Drenglyndir eru Englendingar reyndar í sér.