Iðunn - 01.01.1887, Page 114
108
Max 0’ Rell:
mökkvum, hættulegt klifr í hamragöngum og raun-
BÓknarferðir í ókunnum löndum — þetta á alt við
Englendinga. Englendingrinn stofnar sér í ótal lífs-
hættur til að geta stært sig af því, að hann hafi
gengið upp á tindinn á Mont Blanc, eða að hann
hafi komizt nær norðrheimskautinu enn nokkur
annar.
Jón Boli er þrályndr sem múlasni og harðvitugr
sem bolabítr, og allar mótspyrnur gera ekki annað
enn brýna hann betr í öllurn hans fyrirtækjum.
þegar hann hefir ásett sér að gera eitthvað, getr
ekkert hindrað hann frá að framkvæma það. Hann
fer að heiman með ferðasöguna í vasanum, er liann
hefir skrifað fyrir fram. Hafi hann ásett sér að
vera kominn upp á einhvern fjallstindinn í ákveð-
inn tfma, þá hlýtr það að verða; og ég skalábyrgj-
ast, að þar verðr hann að hitta, nema hann hafi
hrapað ofan í einhverja gjána. Wolseley hershöfð-
ingi hét Englendingum því, að hann mundi bæla
Egypta niðr á tólf dögum. Hann gerði það á fimt-
án dögum. Jóni Bola var ekki farið að lítast á
blikuna.
Hver Englendingr, sem notið hefir góðs uppeldis,
getr verið stýrimaðr á bát, ökumaðr í vagni og
reiðmaðr, þegar því er að skifta. Englendingar
eru þaulvanir við líkamlega áreynslu frá barnæsku.
þeim verðr ekki mikið fyrir, að fara nokkur hundr-
uð enskar mílur fótgangandi, eða róa á báti frá
London til Oxford. f>að ber ósjaldan við, að menn
fari gangandi frá London til Edinborgar. Euskir
ferðamenn hafa heldr ekki mikinn farangr með sér :
þeir hafa ekki nema ferðatösku, og ofan í hana