Iðunn - 01.01.1887, Page 116
110
Max O’ Eell:
um, að honum endist aldr til að fá marga upp-
skeru enn.
Ungr háskólakennari í Oxford, sem ég er kunn-
ugr, ferðast á hverju ári mánuðum saman á bát
með konu sinni. Iíann fer þangað, sem förina skal
hefja, fær sér bát til leigu, setr konuna við stýrið
og lætr frá landi. A nóttunui gistir hann í ein-
hverju veitingahúsi, sem er á ströndinni, fær sér
þar nesti til morgundagsins og heldr svo áfram.
A þenna hátt hafa þau hjónin ferðazt um mestalla
Evrópu.
Hjólreiðar1 tíðkast mjög á Englandi milli borg-
anna. þ>að er oft, að nýgift hjón fara heinn til sín
á reiðhjólum (Tricycle) ; eru sæti þeirra hvort hjá
öðru, svo að þau geta kyszt og faðmazt, eins og
þau lystir. þegar komið er á brekkubrún, verðr
hjólreiðarmaðrinn að sitja réttr, enn beygja sig í
knjáliðunum ; rennr þá hjólið með fleygiferð ofan
brekkuna.
III.
Jón Boli tekr ekki ofan nema þegar hann hefir
mest við, t. d. þegar sungið er kvæðið : »God save
tlie queen», þjóðsöngr Englendinga. Hann ber
þannig mesta Iotningu fyrir landi sínu og stjórn-
inni, eða fyrir sjálfum sér. Hann tekr ekki ofan
f skrautlegustu sölubúðum eða gildaskálum, og
1) Reiðhjól (Velocipede) eða hjólhestr, er áhald til að
renna sér á á sléttum vegi. Hjólin eru tvö eða fleiri
(Bicycle og Tricycle), og eru vanalega að eins sœti fyrir
einn mann ofan á, og spyrnir hann hjólunum áfram.