Iðunn - 01.01.1887, Page 124
118
Max 0’ Rell:
fræðingar, taka á sig skáldlegan svip og líta þreytu-
lega út, vera magrir og fölleitir, lygna augunum og
hafa bláa hringa kring um augun. Allir þurftu að
vera sviplíkastir brjóstveikum mönuum, sem ganga
með ólæknandi sjúkdóm. þá var ekki gengið um
göturnar til að létta sér upp, heldr drógust menn
áfram sem væri þeir örvasa; menn sultu heilu
hungri og gerðust hásir og dimmraddaðir; í and-
litum þeirra mátti sjá viðbjóð á öllum hversdags
atburðum í þessum andlausa heimi. 1 öðru hverju
orði var viðkvæðið að það og það væri: »hræðilegt»,
»óttalegt», »skelfilegt», »ógurlegt», »voðalegt». þessir
hálfbrjáluðu menn féllu í stundarlangt óvit eða mók
af því að skoða blóm eða brotið leirker; þeir vóru
orðnir að »óttalegum» göglum, »skelfilegum» aulum.
Listafræðingarnir kvenlegu skeltu af sér hárið,
og höfðu stutt hár eins og karlmenn; þær gengu á
dökkum fötum með fimtándu aldar sniði. Karl-
mennirnir létu hárið vaxa ofan á herðar, svo það
leit út eins og þeir hefðu hárpísk. Ilvorttveggja
fólkið hafði tekið upp sömu kæki, sama yfirbragð,
sömu framgöngu. Menn ráku upp stunur f milli
atkvæðanna í hverju orði; tæptu sem allra mest
á samhljóðöndum og drógu langan seim við hljóð-
stafina. — Góndu út í loftið, settu gler fyrir annað
augað, grettu þig og horfðu svo í spegilinn. f>á
sérðu ímynd þessara ensku listafræðinga.
h’yrir nokkurum árum varð alt kvenfólkið á Bng-
landí, sem toldi í tízkunni, halt á öðrum fæti. Alex-
andra prinsessa af Wales hafði fengið gigt í annan
fótinn og varð hölt um tíma. Hinar urðu þá allar
að herma eftir henni.
j