Iðunn - 01.01.1887, Page 126
120
Max 0’ Rell :
mundi mönnum ekki þykja mikið koma til silkikjól-
anna og fallegu hattanna, sem kosta fimmtíu franka.
Lítum nú á unga stúlku enska. Hún bindr hárið
í einfaldan hnút, og á höfðinu hefir hún stráhatt,
sem hefir kostað um 45 aura, og beygir barðið upp
á við öðrum megin. Hún er í bómullarkjól og
hefir á fótunum sterka skó með Iágum hælum.
Hún lætr sér meira ant um heilsuna enn að halda
sér til. Hún fer út með piltunum, og ef til vill
öðrum stúlkum, að skemta sér á víðavangi þegar
annir leyfa, og borðar mat sinn hæverskulaust,
þegar heim kemr.— það er venja enskra kvenna,
að þær baða sig í köldu vatni á hverjum morgni
sumar og vetr; af þessum köldu böðum verða þær
blómlegar í útliti og heilsugóðar.
A Frakklandi eru unglingar höfuðsetnir og hend-
inni ekki slept af þeim fyrr enn seint og síðar.
þetta ófrjálsa uppeldi gerir unglingana kveifarlega
og ósjálfstæða, og kveykir hjá þeim leynilegar fýsn-
ir, kemr þeim til að fara í launkofa og á hak við
foreldrana. A Englandi er uppeldið einkar vel lag-
að að vekja sjálfstilfinningu og kjark hjá börnuti-
um. |>ar er ekki þessi sífelda handleiðsla á börn-
unum, ótti og tortrygni. Mannkostirnir fæðast,
vaxa og dafna í hlýju lofti trausts og frelsis.
Stúlkur af miðlungsíólki á Englandi fá sjaldan
neina heimanfylgju; ef einhver spyrði væntanlegan
tengdaföður sinn, hve mikið fé ætti að fylgja dóttur
hans, mundi hann verða rekinn á dyr. það er á-
litið, að hver sem fær sér konu, eigi að vera fær
um að ala önn fyrir henni. Enn menn geta gjarn-
an beðið sér konu, þótt þeir sé ekki í þeim efnum,