Iðunn - 01.01.1887, Page 134
128
Max 0’ Rell:
ar þeir eru ölvaðir, enn þá eru þeir bæði illkvitnir
og áflogagjaruir. Helmingr af morðum á Englandi
er framinn af druknum mönnum. það eru ekki
mörg ár síðan heldri mönnum þótti engin minkun
að ganga ölvaðir á almannafæri. I byrjun þess-
arar aldar komu þingmenn stundum ölvaðir í parla-
mentið.
það er ekki auðvelt að ákveða, hvar endimörk
Lundúna eru. Talið er, að Charing Cross sé 1
miðjum bænum, og er þó bærinn talinn 24 enskar
mílur í þvermál (það er rúm þingmannaleið).
I London eru að tiltölu fáar merkar byggingar
eða minningarvarðar. Nefna má að eins West-
minster Abbey, Palace og Pálskirkjuna. þótt Eng-
land hafi átt marga merkismenn, hafa fáum af
þeim verið reistir minnisvarðar. I London erU
minnisvarðar af þessum mönnum : Cobden, Nelson,
Wellington og Shakespeare, enn þá er að kalla upp
talið.
Alberts-varði er minningarmark, sem Viktoría
drotning hefir látið byggja til minningar um Albert
prinz, mann sinn, og er þess vert að það sé skoð-
að, þótt ekki væri til annars enn að sjá, hvernig
hægt er að kasta meir enn tveim miljónum króna
í forarrennurnar.
í minningu eldsvoða, er geysaði í London 1666,
hefir verið reistr minnisvarði (kallaðr »the monu-
ment») 200 feta hár, og kostar það 3 pence (rúma
20 aura), að klifra upp á hann, enn betra er að
borga hálfu meira fyrir að komast hjá því.
það er alkunnugt hve þokusamt er í London.
þokan er þar tvenskonar, svarta þokan og gulleita