Iðunn - 01.01.1887, Page 136
130
Max O’ Rell:
sem verða má til þæginda og unaðar. þeir hafa litla
legubekki handa kunningjunum, þegar þeir eru að
skeggræða; hægindastóla, sem má færa til á hjól-
um og sem ofrlítið lestrarborð (læsestativ) er fest
á, til þess að sá, sem sitr í stólnum, geti lagt bók
á það til hægri verka, ef hann vill lesa eitthvað ;
öllu er hagað eftir ákveðnum reglum í stofum,
bókaherbergjum og reykingaherbergjum o. s. frv.
Að utanverðu eru hús einstakra manna án skrauts
og tilbreytinga, enn þegar inn er komið, skortir
ekki auð og viðhöfn.
Stóra bók mætti rita um alla þá dýrgripi, sem
geymdir eru í söfnum í London, í British Museum,
South Kensington Museum , National Gallery,
Hampton Court Palace, Tower of London o. s. frv.
í nBritish Museumn (hinu brezka þjóðgripasafni)
er feiknastór salr handa lesöndum og nemöndum ;
hann er hringbygðr með glerþaki, og hinn fegrsti
í heimi í sinni tegund. I miðjum salnum erU
bókaverðirnir, skynsamir, aðgætnir og liprir menn ;
frá hringmiðjunni og út undir veggina eru sett borð
og stólar, ásamt ritföngum og öðrum áhöldum, alt
svo vandað og haganlegt sem bezt verðr á kosið ;
geta menn verið þar í ró og næði. Umhverfis
fram með veggjunum er raðað 600,000 bindum. af
bókum. Arið 1882 vóru prentaðar bækr í safm
þessu 1,300,000 bindi. Fullgerðar bókaskrár eru við
hendina. Einn af vinum mínum í París skrifaði
mér einu sinni og bað mig um skrá yfir alla*
frakkneskar bækr, sem ritaðar eru um Shakespeare.
Ég var ekki fullan klukkutíma að afla mér næg^'
ar upplýsingar um þessar bækr í British Mu-