Iðunn - 01.01.1887, Síða 138
132
Max 0’ Rell:
7. hundrað olíumálverka og um 1300 vatnsmál-
verka (akvareller) ; hið indverska safn er þó einna
fróðlegast og hin indversku musteri með öllu því, er
heyrir til goðafræði Indlands.
National Gallery er stofnað árið 1824, og eru í
því, eins og nafnið bendir á, að mestu leyti lista-
verk eftir enska listamenn, eun þó allmikið af mál-
verkum eftir fræga útlenda listamenn, Raphael, Ru-
bens og ýmsa fleiri.
.Tower of London (Lundúnaturn) er eldgamall
kastali í miðri borginni við Temsá, bygðr af Vil-
hjálmi bastarði, og stendr óhaggaðr enn. þar eru
geymdir krón ugimsteinarnir, riddaravopn og ágætt
herneskjusafn; öxiti og höggstokkrinn, er hafðr
var við aftöku .Jane Grey (»níu daga drotningar»),
og margar aðrar sögulegar minjar. þegar vér virð-
um fyrir oss umsjónarmennina, sem eru í lð. ald-
ar búningi, alla hina löngu og fornlegu ganga og
allan ellisvip stórbyggingar þessarar, þá er sem vér
höfum horfið aftr í skaut miðaldanna. Rétt hjá
Tower eru undirgöng þau, er nefnd eru Towersub-
way; það er löng járnpípa, sjö feta í þvermál, og er
lögð neðan undir farvegi Tems-ár. þessi gangr er
gerðr af frakkneskum mannvirkjasmið, og ætlaðr
handa fótgangandi mönnum, enn Charles DickenS
ræðr öllum, sem vilja hlífa höfuðfötum sfnum, að
skera hælana undan skónum, áðr enn þeir leggja
inn í þessi undirgöng.
Hampton Court er við Ternsá, nokkurar mílur
frá London.. Höll þessa bygði Wolsey kardínáh,
og gaf hana síðan Hinriki VIII. Garðarnir um-
hverfis höllina eru yndislega fagrir. Kastaníutrén,