Iðunn - 01.01.1887, Page 140
134
Max O’ Rell:
Dickens, Thackeray, Livingstone og leikarinn Gar-
rick. A gröf Hinriks V. er enn geymdr söðull
hans og hjálmr sá, er hann bar í orustunni við
Azincourt (1415). Legsteinarnir eru prýðilega varð-
veittir. Beztu kennimenn Englendinga prédika í
kirkju þessari þrisvar á hverjum sunnudegi.
Pálskirkjan stendr á hæð, og má sjá hana í
þriggja mílna fjarlægð. Var byrjað að byggja hana
1693 og endað 1710 ; kirkja sú, er stóð þar fyrrum,
brann til ösku í eldsvoðanum mikla 1666. Að Páls-
kirkju er Nelson grafinn, Wellington, Samuel John-
son, Wren, Turner, Joshua Reynolds og Edwin
Landseer. Turninn er 404 fet á hæð. Pálskirkjau
er sú bygging, er mest ber á í London.
Kristalshöllin. þessi feiknamikla glerhöll hefir
kostað yfir 50 miljónir króna. það hefir verið ærið
örðugt að koma upp slíkri byggingu, og eins og
Samuel Johnson komst að orði, fór það illa, að
verk þetta var ekki talið óvinnandi í fyrstu. Krist-
alshöllin hefir ekki annað til síns ágætis enn stærð-
ina. Hér safnast manngrúi saman á sunnudögum
og á bankafrídögum (bankholidays), svo hundruð-
um þúsunda skiftir. Hér er að sjá skoteldaleiki,
dýrasafn og jurtasafn, risavaxna menn og fimleika-
menn og leiki þeirra ; hér má heyra samsöng með
fimm þúsund röddum o. s. frv., og alt þetta kost-
ar ekki meira enn 1 shilling. í kristalshöllinni
er ágætt málverkasafn, ágætr lestrarsalr, bókasafn,
skóli. þar er og dýragarðr, þótt miklu só rninni
enn dýragarðrinn mikli, sem er í Regents Park í
London.