Iðunn - 01.01.1887, Page 146
140
Max 0’ Rell :
og það er alloftast, að dómr almenningsálitsins reisir
við málstað hans eða gerir hann skaðlausan. Ég
man eftir einum dómi, er fjórir menn vóru dæmdir
til dauða; fengu þrír þeirra að fám dögum liðnum
hegningunni breytt í ævilangt fangelsi, oghinn fjórði
slapp óhegndr.
A Frakklandi getr valdsmaðr, ef minsti grunr
leikr á, gert húsleit og kyrsetningu hjá hverjum
manni á sína ábyrgð, þá ábyrgð, sem reyndar verðr
eigi komið fram á hendr honum.
Friðhelgi einstaklingsins er alt öðru vísi háttað
hjá frjálsum þjóðum, t. d. í Bandaríkjunum í Norðr-
Ameríku. Eg leyfi mér hér að setja tvær greinar
úr stjórnarlögum Bandaríkjanna sem dæmi :
1. Eéttindi borgaranna til að njóta fulls frelsis
fyrir sjálfa sig, heimili sitt, skjöl sín og eignir eru
friðhelg fyrir hvers konar ástæðulausri rannsókn
eða kyrsetningu ; enginn úrskurðr er gildr, nema
hann styðjist við gildar líkur, staðfestar með eiði.
2. Euginn ákæru-úrskurðr er gildr, nema birtr se
af stórkviði (grand jury).
þegar maðr er tekinn fastr á Englandi og hon-
um er skýrt frá kæru þeirri, e'r fram hafi komið
gegn honum, segir hann : #þetta verðið þér að
sannai). Lögreglustjórinn segir : »Kg verð að minna
yðr á að þegja. Öllu sem þér segið, mun verða beitt
gegn yðr».
Ef maðr er á Frakklandi kærðr fyrir þjófnað,
segir dómarinn þegar við hann : »það er langbezt
fyrir yðr, að kannast undir eins við brot yðai'-
f>ér eruð kærðr fyrir þjófnað; þér verðið nú að
sanna að þér séuð sýkn». Á Englandi er konúz*'