Iðunn - 01.01.1887, Page 162
156
Max O’ Rell:
ustu bóksöfnum, og af fegrsfcu aldingörðum og inn-
dælustu völlum, sem þar eru umhverfis. I skjóli
hinna fegrstu aldintrjáa og inndælasta jarðargróða,
sem nokkurstaðar getr að líta, sitja stúdentar við
nám sitt í hinni miklu, eldgömlu steinbyggingu,
þar sem hver steinn hefir sögu að segja. þetta
háskólalíf er all-ólíkt því, sem tíðkast annars-
staðar.
I Oxford búa engar ósiðsamar konur; ungling-
arnir eiga að njóta frelsis síns án þess að hætt sé
við að þeir hneigist að svalli eða ósiðsemi. jpcgar
stúdentar eru ekki við nám sitt, koma þeir saman
í háskólaklúbbnum (the union). j?ar er alt sem á
þarf að halda : lestrarsalir, kaffihús, knattborðsalir
(billiards), bókasöfn, garðar og stór samkomusalr,
þar sem stúdentar koma saman sem á þingi, til að
ræða um almenningsmálefni.þau er efst eru ábaugi-
A sumrin sigla stúdentar um fljótið á bátum svo
hundruðum skiftir.
J>að er kostnaðarsamt að búa í Oxford ; stúdent
kemst þar ekki af með minna enn 5—6000 krónur
um árið. Enn eins og áður er sagt, fá efnilegir
stúdentar styrk frá háskólunum og hinum lærðu
skólum.
Einu sinni á ári fer fram kappróðr milli stúdenta
frá Oxford og Cambridge. þeir þreyta róðrinn á
tveimr bátum, er sinn er frá hvorum háskóla, og
eru átta menn á hvorum ; eru það hinir duglegustu
ræðarar, er fengizt geta.
Mælskuskörungar Englendinga hafa framað at-
gervi sína í samræðufélögunum við hina lærðu skóla
og háskólana. Canning, Gladstone og ýmsir fleiri