Iðunn - 01.01.1887, Page 182
Osannsögli.
Ensk saga
Eáðvandur iðnaðarmaður nokkur, er hafði búiö
fáein ár ekkjumaður í sjóþorpi einu, átti mjög
erfitt uppdráttar fyrir sig og son sinn, og er hann
dó, ljet hann son sinn eptir sig munaðarlausan að
kalla mátti. Eymd sonarins knúði virðingarverðan
kaupmann, er Stephens hjet, og hafði verið kunn-
ugur föður hans, til að taka hinn föðurlausa ung-
ling á heimili sitt. Iíann veitti hinum unga Vil-
hjálmi — svo hjet pilturinn — ágætt uppeldi, og
færði hann sjer það svo vel í nyt, að hann ávann
sjer vináttu velgjörðamanns síns. Hann hafði hann á
skrifstofu sinni, og trúði honum smátt og smátt fyrir
öllu því, er laut að verzluninni.
Vilhjálmur hafði í nokkur ár haft hin helztu
verzlunarstörf á hendi fyrir Stephens; notaði Stephens
þá tækifæri, sem bauðst, til þess að launa honuno.
Hann var lögráðandi ungrar stúlku, er stóð til að
tæki arf eptir auðugan frænda sinn, sem sagt var
að hefði safnað auð fjár á Indlandi. Fjárvonú
hennar höfðu um þetta leyti veiklazt nokkuð, vegna
þess, hve langur tími var liðinn frá því, að hún
hafði frjett af frænda sínum í Austur-Indíalönd-
um. Loks fjekk hún brjef frá Bengal, og skrifaði
frændi hennar henni, að hann vildi tala við bana,
með því að hann mundi eiga skammt eptir ólifað,