Iðunn - 01.01.1887, Page 184
]78 Ósannsögli.
um, hjelt hann til Englands, og komst þangað
heill á hófi með fjármuni þá, er hann hafði með-
ferðis; þá fjekk hann fjárhaldsmanni Emilíu í
hendur, og stóðu nú mannkostir henuar eigi fegurð
hennar á baki.
Utan á arfleiðsluskrána var ritað með fáum orð-
um, að Vilhjálmur skyldi lesa hana upp í návist
yfirvaldsins, Emilíu og lögráðanda hennar. þegar
þessum fyrirlögðu reglum hafði verið fylgt, opnaði
Vilhjálmur skjalið, og er hann sá skript hins skjálf-
henta öldungs, sem samfleytt í tvö ár hafði sýnt
honum föðurlega ástúð, þá fór hann að lesa hægt,
og komst í geðshræringu. Emilía var hinn eini
erfingi að hinum mikla auð frænda sín3; en þó
var það bundið skilyrði, sem Vilhjálmi varð lield-
ur en eigi bylt við. Hann gat ekki lesið lengur,
fleygði arfleiðsluskránni í hendurnar á fjárhalds-
manni Emilíu, og þaut út í skyndi með öndina í
hálsinum. Hið áðurnefnda skilyrði var það, að
Emilía skyldi giptast Vilhjálm; en ef hún væriþess
ófús, skyldi hún greiða honum þriðja hlut erfða-
fjárins. Emilía hikaði ekki við að fara að tilmæl-
um frænda síns ; hún gaf Vilhjálmi hönd sína með
glöðu geði, hjarta hennar hafði hann áður öðlazt, og
þau giptust.
Við þetta kvonfang varð Vilhjálmur allt í einu
hinn auðugasti maður á ættstöðvum sínum. Hann
minntist þess með þakklæti, hversu mikið hann
átti Stephens að þakka, en Stephens leyfði honum
ekki að votta þakklæti sitt í neinu verulegu, en
bað hann að eins fyrir Anton son sinn, þegar hann
lá banaleguna. Vilhjálmi þótti vænt um þetta, og