Iðunn - 01.01.1887, Side 186
180 Osannsögli.
Margir lestir spretta af illum barns-vana, sem
árvékni foreldra og fræðara ætti hægt með að
stemma stigu fyrir. En það, sem sjer í lagi þarf
að hafa stöðugar gætur á, er hinn háskalegi ávani,
að víkja frá sannleikanum. þéssi ávani afmáir sáð-
korn allra mannkosta, eins og nagandi ormur.
Lygarinn er svipa mannfjelagsins ; vinir hans ótt-
ast hann, óvinir hans fyrirlíta hann og allir forð-
ast hann eins og drepsótt. Vilhjálmur hafði bar-
izt af alefli á móti þessari illu tilhneigingu sonar
síns frá þvf fyrst að haun sá, að hún mundi ætla að
fá yfirhönd yfir honum. Játvarður ljet eptir hinni
hættulegu tilhneigingu sinni, stundum af rangri
blygðunartilfinuingu, sem kom honum til að af-
saka yfirsjón sína, stundum af barnæði, eða til
þess að sýnast fyndinn. I fyrstunni ljet faðirhans
hann skammast sín í hvert skipti, sem hann stóð
hann að því, að tala ósannindi, en neyddist loks
til að þrífa til harðari úrræða, og minnti hann
iðulega á, að taka Anton sjer til fyrirmyndar í
sannsögli. Vilhjálmur tók opt eptir því, að sjer-
hvert ósatt orð hefir meir eða íninna alvarlegar
afleiðingar. »Hin minnstu afbrigði frá sannleikan-
um», var hann vanur að segja, »geta haft hina
hraparlegustu ógæfu í för með sjer, enda þótt það
sje hulið vorri takmörkuðu sjón. jpar að auki eru
afbrigði frá sannleikanum skortur á virðingu fyrir
sjálfum sjer. Vertu ávallt virðingarverður, vand-
aður og tryggur, í stuttu máli: vertu þess mak-
legur að heita maður, þá muntu aldrei finna á-
stæðu til, að bregða fyrir þig ódrengilegum ósann-
indum; þú munt heldur hafa ánægju af því með