Iðunn - 01.01.1887, Page 187
Ósannsögli. 181
sjálfum þjer, að Iáta' hugsanir þínar í ljós. Að
hirða ekki um þessar föðurlegu áminningar, er
hið sama sem að baka þjer fyrirlituing, smán og,
ógæfu».
Hefði Játvarður ékki um of hneigzt að móður
sinni, sem vanalega hafði afsakanir fyrir hann á
reiðum höndum, þá er ekki fortakandi, að hann
hefði gefið gaum áminningum föður síns. En eptir
skoðun Emilíu voru ósannindi sonar hennar anu-
aðhvort gaman, er hún hló að, fyndni, til þess að
vekja háar hugmyndir um gáfur hans, eða eintóm
barnalæti, sem ekki væri tiltökumál uin, þar eð
þau bæru ekki vott um neinn illgjarnan til-
gang. Hefði svo verið, þá hefði hún haft rjett
fyrir sjer.
I rauninni var Játvarður ekki slæmur í sjer, en
hin syndsamlega tilhneiging hans til þess að segja
ósatt, var eigi síður vítaverð en hættuleg. Hann
var hreykinn yfir vernd móður sinnar og þótti
faðir sinn sjervitur, og því meir sem hann óttaðist
hinar hörðu áminningar hans, því meir reyndi
hann til að fara í kring um haun. það var því
svo langt frá, að hann sæi að sjer, að hann jafn-
vel gaf sig enn þá meir ástríðu sinni á vald, með
því honum fór líka óðum frain í því, að láta ólík-
indalega.
Einn dag, þegar Játvarður var að leika sjer við
Anton í garðinum fyrir utan húsið, fleygði hann
kúlu svo hart í stofugluggann, að hún mölvaði
nokkrar rúður og braut dýran postulínsbikar, er
ttióðir hans átti til minningar um látinn vin, og
þótti mjög vænt um. Kona Vilhjálms varð æfa-