Iðunn - 01.01.1887, Side 188
182
Ósannsögli.
reið ; hún spurði, hver brotið hefði, en enginn svar-
aði henni. »Jeg veit það upp á hár», sagði sonur
hennar». »Segðu það þá». »|>að var Anton», svaraði
Játvarður að síðustu í hálfum hljóðum. |>etta var
í fyrsta sinni, sem hann fann, að ósannindavaninn
kennir að grípa til lyginnar svo sem hins hand-
hægasta meðals til þess að koma sjer úr klípu.
»|>að er gott», kallaði kona Vilhjálms til veslings
Antons; »þú skalt fá fyrir ferðina, látið þið vagn-
manninn koma!» Emilía hafði sem sje einu sinni áður
látið vagnmanninn hegna hinum unga manni á þann
hátt.sem var smánarlegri en hvað hann var kvalafull-
ur, og hafði Anton einsett sjer að láta eigi hegna
sjer á þann hátt næsta daginn. Undir eins og hann
heyrði hina hræðilegu hótun, hljóp hann burt, og ljet
sjer nægja að líta fyrirlitningaraugum á fjelaga sinn.
Nú kvaldi samvizkan Játvarð, svo hann hafði
engan frið allt kvöldið, og pegar Anton kom eigi
til kvöldverðar, spurði Vilhjálmur, hvað til þess
kæmi. »Haun vill líklega vera inni hjá sjer»,
sagði Emilía; »hann hefir gert mjer ljótan grikk
enn þá einu sinni». Hún sagði honum síðan frá,
hvaö hann hefði gert sig hrædda og kvartaði yfir
missi hins dýrmæta postulínsbikars, sem hann
hefði brotið. Hún bætti því við, að hann hefði
að líkindum búizt við refsingu, en varaðist að geta
þess, að hún hefði hótað honum að láta vagn-
manninn hegna honum. Með því Vilhjálmur sá,
að brot Antons var ekki mjög hræðilegt, mældi
hann honum bót við Emilíu, og sló síðan út í
aðra sálma. Hann lagðist síðan til svefns, og
hugði, að Anton væri þegar genginn til hvílu.