Iðunn - 01.01.1887, Side 192
186 Ósannsögl.
dögum síðar, en hinn elskandi ekkill syrgði hana
ásamt fiinm börnum. Játvarður varð frá sjer num-
inn af harmi; beisk iðrunartár og hræðilegt hugar-
angur döggvaði kinnar hans; hann lofaði því há-
tíðlega, að gæta sannleikans helgu skyldu upp frá
þessu, og að hann skyldi aldrei við neitt tækifæri,
jafnvel þegar um smámuni væri að ræða, leyfa
sjer að víkja hið minnsta frá sannleikanum. »Æ«,
kallaði hinn sárhryggi faðir hans upp yfir sig;
»>þennan ásetning tekur þú of seint, og hann er
dýrkeyptur, keyptur fyrir allt hið þungbæra ólán,
sem þú ert valdur að ; og jafnvel nú get jeg ekki
fulltreyst þjer; en ef nokkur ærlegur blóðdropi er
eptir í þjer, ef þú ert sonur minn, þá mun hin
skelfilega minniug þessarar móður, er þú
hefur lagt í gröfina á unga aldri, ofsækja þig
meðan þú lifir; og sjón hinna hryggu barna
hennar mun kvelja hjarta þitt«. Játvarður var nú
í raun og veru alveg frá sjer af sorg, og langvinnt
þunglyndi altók huga hans. Hann var einmitt
farinn að leggja ástarhug á unga, elskuverða stúlku,
dóttur auðugs skipseiganda; en ástin getur ekki
búið í því hjarta, sem þjáð er af samvizkubiti.
Hann hætti að hugsa um stvilkuna og fór einför-
um langan tíina. Loksins fór hann að verða
nokkru kátari, og einhverju sinni kom hann að
máli við föður sinn og bað hann um að leggja
samþykki sitt á, að hann kvæntist dóttur sóma-
manns nokkurs, er hann fullyrti, að mundi njóta
virðingar hans. Vilhjálmur vissi, að sonur sinn
var hættur að venja komur sínar til skipseigend-
ans, og var honum þvf hverft við, er hann heyrði