Iðunn - 01.01.1887, Page 194
188 Ósannsögli.
á ómagaaldri. Víst var um það, að Játvarður sá
fyrir uppeldi þeirra, en aldrei gat hann svo litið
á hin munaðarlausu börn, að hann minntist ekki
þess með hryllingi, að hanu var sá, sem í gáska
og hugsunarleysi veitti foreldrum þeirra bana-
sárið.
Kona Játvarðar var óhuggandi yfir missi föður
síns; en til þess að hafa af henni, fór hann opt
skemmtiferð með henni um sveitina í kriug. Einn
dag fór hann með henni til kaupstefnunnar við B.,
þar sem hann hafði komið nokkrum árum áður í
allt öðru skapi en hann var nú í. |>egar þau komu
á gatnamótin, þar sem hann hafði að ásettu ráði
vísað ferðamanninum skakka götu, þá ásakaði Ját-
varður sjálfan sig í fyrsta sinni fyrir þá lygi, og
það lá við sjálft að hann segði hinni raunamæddu
konu sinni upp alla söguna, eu blygðunartilfinningin
aptraði játningu hans.
Játvarður og kona hans komu nú á kaupstefnuna
og skemmtu sjer þar vel innan um fjölda af iðju-
lausum áhorfendum og þá, er seldu og keyptu, og
ennfremur með því að skoða ýmsar búðir og sölu-
staði á torginu, þar sem vörunum var laglega raðað
niður; en kvöldverðar neyttu þau í hinu bezta veit-
ingahúsi ásamt mörgum fleirum. |>ar voru þjónar,
er buðu til sölu ýmsa vel smíðaða muni fyrir kaup-
menn, er voru á ferð, og var þeim annt um hag
þeirra. Meðal annars buðu þeir nokkrar snotrar
pappírsöskjur. Játvarður skoðaði þær með mestu
eptirtekt, og minntu þær hann á Anton, æsku-
fjelaga sinn, því hann var mjög laginn á að búa
til ýmsa hluti úr pappír, og varði venjulega nokkru