Iðunn - 01.01.1887, Side 196
190 Osannsögli.
með tárin 1 augunum. Anton benti enn þá einu
sinni á trjefætur sína. »Vertu hjá mjer«, sagði
Játvarður; »vertu bróðir minn, eins og áður og
njóttu með mjer alls, sem jeg á«. Veslings-upp-
gjafadátinn reiddi sig á einlægni hans, og tók boði
hans, en þótt Játvarður einsetti sjer fastlega að
fara eins vel með hann eins og honum var auðið,
gat hann þó ekki bætt honum fótamissinn.
Daginn eptir varði Játvarður og kona hans einni
eða tveimur stundum til þess að skoða það, sem
markverðast var í bænum, áður þau legðu af stað.
Meðal annars komu þau í ágætt sjúkrahús. f>au
komu í ýmsar sjúklingastofur, og dáðust þau að
því hreinlæti og fögru skipulagi, er þar var á öllu,
og hvervetna sýndu þau einhvern vott góðgjörða-
semi sinnar. Síðan komu þau í þann hluta sjfikra-
hvissins, þar sem blindum börnum var kennd ým-
isleg handvinna, og er þau fóru þaðan aðra leið,
varð konu Játvarðar litið inn í hálfopið herbergi;
þar sá hún fríða stúlku með flaksandi hár; hún
fljettaði það vandlega, en rakti það upp jafnharðan
aptur, og tók síðan að fljetta það af nýju. Ját-
varði fannst mikið um fegurð hennar og eymdar-
ástand, og spurði, hver hún væri. »Hún er vit-
stola«, var honum svarað. Kona hans varð dauð-
hrædd og hratt manni sínum aptur á bak til þess,
að flýta sjer frá þessari sorgarsjón. Maðurinn, sem
með þeim var, sagði þeim, að hjer væri ekkert að
óttast, en að veslings vitfirrti kvennmaðurinn hefði án
efa komizt í ofsalega geðshræringu, en að hún
væri nú orðin spaklát eins og barn, síðan hún hefði
fengið að hafa vin sinn hjá sjer. »Og hver er sá ?«