Iðunn - 01.01.1887, Side 198
192 Ósannsögli.
frænda sínum, sem var fjárhaldsmaður hennar; en
af þvl honum var ekki um föður minn, vegna ein-
hvers smávegis ósamlyndis í verzlunarsökum, þá
veitti hann ekki samþykki sitt til ráðahagsins. í
meir en tólf mánuði reyndu þau með öllu móti til
að buga mótstöðu hans; en það kom fyrir ekki.
En með því að þess var skammt að bíða, að stúlk-
an kærnist á þann aldur, að hún losaðist iir fjár-
haldi hins amasama og hefndargjarna frænda sínS,
slepptu elskendurnir öllum frekari tilraunum til
þess að blíðka hinn gamla mann og biðu með þol-
gæði þeirrar heillastundar, að þau gætu bundið
hjörtu sín bandi hjúskaparins. En áður en hinn sár-
þreyði dagur kæmi, hvarf gamli maðurinn ásaint
frænku sinni, og faðir minn gat hvorki komizt ept-
ir, hvert nje hvaða leið þau hefðu farið. Hann
fór nokkrar ferðir, og gerði margar fyrirspurnir,
með þvf að skrifa í allar áttir, en frjetti ekki hið
allra minnsta af flóttamönnunum. Skömmu áður
en þau hurfu, hafði faðir minn tekið unga telpn,
er Elíza hjet, á heimili sitt; ólst hún upp með
mjer, og var jeg vanur að kalla hana litlu systur
mína. Með því að við ólumst upp saman, leit
svo út sem föður mínum þætti jafnvænt um okk-
ur bæði. þegar jeg var fimmtán ára gamall, lje*i
hann mig á skrifstofu stórkaupmanns nokkurs 1
næsta kaupstað. Jeg hafði verið þar nokkur ár,
þegar hraðboði færði mjer þá orðsendingu, að f&ð-
ir mínn hefði allt í einu orðið hættulega veikur,
og bað mig um að finna hann hið fljótasta, vegna
þess, að hann hefði einhver áríðandi málefni uð
segja mjer frá, áður en hann andaðist. Jeg lag^1