Iðunn - 01.01.1887, Side 199
Ósannsögli. 193
þegar af stað ríðandi, og reið allt hvað af tók, en
af því að jeg hafði aldrei komið heim meðan jeg var
skrifari, og hafði ferðazt til kauptúnsins í lokuðum
vagni með föður mínum, þá rataði jeg ekki. Jeg
nam því staðar á gatnamótum og var í óvissu um,
hvort halda skyldi; kom þá til mínj ungur maður
riðandi og spurði jeg hann til vegar til ættborgar
minnar; og mannfýlan vísaði mjer rammskakka
leið, enda þótt hann einmitt kæini frá þeim stað,
sem mjer var umhugað að komast til«.
Við þessi orð varð Játvarður náfölur. »Hvenær
har þetta við ?« sagði hann í ákafri geðshræringu;
»hve mörg ár eru síðan ?« »Fimm«, svaraði ókunni
maðurinn. »það var kaupstefnudaginn, og frá kaup-
stefnunni held jeg að hinn ungi maður hafi komið.
Jeg fór eptir veginum, sem hann vísaði mjer á,
einar fimm eða sex mílur, án þess að spyrja mig
frekara fyrir; en þegar jeg loks kom að krosshliði
einu og spurði, hversu langt væri til ættborgar
minnar, var mjer sagt, að jeg hefði tekið skakka
götu. Jeg sneri við, en hestur minn tók að þreyt-
ast, og var komið undir miðnætti þegar jeg komst
heim til föður míns. En þaö var um seinan. Fað-
ir minn var nýdáinn, og hafði nefnt nafn mitt
fram í andlátið. þegar jeg hafði veitt dauðlegum
leifum hans hinn hinnsta sóma, rannsakaði jeg skjöl
hans vandlega, en gat ekki fundið neitt, er benti
á þann leyndardóm, er hann áleit mjer svo áríð-
andi að vita. Allt var í mestu röð og reglu, og
með því að jeg hugði, að það hefði verið einhver
misgjörð, sem hann vildi láta mig bæta úr,
Iðunn. V. 13