Iðunn - 01.01.1887, Page 200
194 ósannsögli.
þá gaf jeg fátæklingum stórgjafir. — Elíza var nú
orðin vel menntuð og skemmtileg stúlka. Hún
hændist mjög að mjer, og kom okkur allt af mjög
vel saman. Jeg einsetti mjer því að ganga að
eiga hana, og datt mjer í hug, að jeg kynni að
verða við ósk hins framliðna með því. Elíza var
á sama máli. En fáum dögum áður en brúðkaup
okkar skyldi standa, kom brjef frá bæ einum í
Norður-Ameríku, og kollvarpaði það allt í einu
þeirri gæfu, er við höfðum gert okkur von um.
það var frá stúlkunni, sem faðir minn hafði beðið
eptir dauða móður minnar og sem frændi hennar
hafði fiutt nauðuga til Ameríku. Faðir minn haföi
sem sje kvænzt henni á laun, meðan hún var ung,
og höfðu þau eignazt Elízu í þessu leynilega lijóna-
bandi Móðir hennar skrifaði, að fyrst liefði sjer í
nokkur ár verið stíað burtu í hið afskekktasta hjer-
að í ríkinu Louisiana og hefði frændi sinn þá vilj-
að endilega gipta sig auðugum garðyrkjumanni; en
einmitt í þeim svifum hefði hinn hefndargjarni
frændi sinn dáið, og með því hún var þá loksins orð-
in frjáls, langaði liana mjög til að koma aptur til
Norðurálfunnar, til þess að eyða því sem eptir
væri æfinnar hjá sínum elskaða eiginmanni og
hinu ástkæra barni sínu.—þetta barn, Elíza, skil-
getið barn föður míns, var nærri því orðin konan
mín. Hið fyrirhugaða hjónaband okkar gat ekki
átt sjer stað. Jeg hafði þrek til þess að standast
þessa hræðilegu mannraun; en það var Elízu um
megn. Orvænting og samvizkusturlun yfir, að liafa
verið að því komin, að drýgja svo hræðilegan glæp,
enda þótt það væri óafvitandi, firrti liana vitinu;