Iðunn - 01.01.1887, Page 203
Oarl Andersen : Jóhanna.
197
vjer, að það var sökkhlaðin skúta eða þvílíkt, er
ljet rekast með undnu þversegli oghefluðu aptursegli.
Við þann borðstokk, sem að oss sneri, sáum vjer
alhnarga skipverja. |>eir voru með tjargaða sjó-
hatta á höfði og í rauðum ullarskyrtum yztum
klæða; þeir voru að keipa: draga færin ýmist
upp eða ofan. Vjer sáum og, að þilfarið bak við
fiskimennina var alþakið tunnum, til þess að salta
fiskinn niður í og geyma í lifrina.
Margir frakkneskir fiskimenn eru skoplegir til að
sjá. En heldur var það lítil dægrastytting að sjá þá
stöku sinnum bregða fyrir í fullan sólarhring, sem
vjer lágum hjúpaðir þessari kolniðaþoku.—Jú, vjer
heyrðum líka hvalina tíðum vera að busla í kring
um oss — ef vjer hefðum getað sjeð þá og blástur
þeirra, sem líkist vatnsgeislum úr gosbrunnum og
gerir þessa sækonunga enn tignarlegri, — og gargið
í öllum sæfuglunum, hafsúlunum, mávunum og æð-
arfuglunum — og--------
Nei, ef satt skal segja, þá var hver stund lengi
að líða á meðan við lágum þar í þokunni. Stund-
um virtist svo sem rofa mundi til, og fyrir vestan
oss sáum vjer allra snöggvast jökultinda upp úr
þokunni, og þokubakkiun fyrir framan oss sýndist
oss birta svo lítið til, en það brást. I sömu and-
ránni var allt orðið jafnkolsvart af þokunni og
ekkert sást annað en þoka. |>að var kveld, nótt,
niorgun, dagur; en ávallt var þokan jafn kolsvört.
Eu nú voru loksins 24 stundir liðnar; vjer gátum
snúið við og haldið áfram ferðinni.
Nú færðist fjör um æðar vorar, og nú fengum
vjer nóg að starfa. Skipstjórinn með kallpípu sína