Iðunn - 01.01.1887, Side 204
198
Carl Andersen :
í hendinni og stýrimennirnir báðir voru á varðbergi
upp á hápalli, og Jóhann kunningi minn stóð við
stýrið.
J>að var gamall sjómaður, rúmlega sextugur,
þrekinn og herðibreiður, hrukkóttur og útitekinn í
andliti, alvarlegur í augum og með dálitla hrukku
við rnunnvikin ; fór hún honum undurvel, er hann
var ávarpaður blíðlega, því þá brosti hann svo
góðgjarnlega. Hann var jafnan hæglátur að sjá,
og gætti iðju sinnar með kyrrð og ró, og enginn
þurfti að minna hann á skyldu sína. Hann vissi
sjálfur, hvað hann átti að gera. Kæmi illviðri,
Btormur og ósjór svo mikill, að hann tæki upp í
rærnar, svo að gufuskipið flatti, þá sýndi hinn gamli
sjómaður bezt, hver maður hann var. J?á yfirgaf
hin vanalega rósemi hann eigi eina svipstundu og
þá var honum óhætt; þá brá honum aldrei, hversu
sem höfuðskepnurnar hömuðust; honum fjellst
aldrei hugur. það hafði líka svo góð áhrif á oss,
að sjá, hve hann bar sig karlmannlega.
Nú stóð hann, eins og áður er sagt, við stýrið,
því að vel þurfti að gæta stjórnar, en honum var
bezt til þess treystandi af allri skipshöfninui.
f>að var hringt, blásið og kallað i gríð og kergju
á meðan gufuskipið var að mjaka sjer út úr þok-
unni hægt og hægt.
Jeg sat skammt frá Jóhanni á segldúk, sem var
breiddur ofan á kaðlahrúgu. Jeg var vanur að
Bkrafa opt við Jóhann gamla, en eigi varð samt
neitt af því í dag. Hann var hljóður og annars
hugar.
»Stýrðu til suð-suðausturs! Hver fjandinn ! Sef-