Iðunn - 01.01.1887, Page 205
Jóhanna.
199
ur þú, Jóhann ? Stýrðu !» drundi í skipstjóra ofan
frá hápallinum. »Seglskip er fyrir framau oss á
hljeborða !»
»Ætli jeg sofi ?» tautaði Jóhann við sjálfan sig.
“jpað er í fyrsta sinn á mörgum áriun, að skipstjóri
minn hefir þurft að spyrja mig um þetta, hafimjer
á annað borð orðið nuddað almennilega upp úr ból-
mu til að vera á verði».
Jeg sá á svip gamla Jóhanns, að honum gramd-
ist mjög, að efazt var um árvekni hans svona að
raunarlausu.
Annars sáum vjer brátt, hve hætt var komið,
að vjer myndum rekast á, því í sömu svipan og
gufuskipið vjek til liliðar, renndi fram hjá oss skitið
og ljótt fiskiskútuskrifli, og það svo nærri, að jeg
hefði átt hægt með að slöngva kaðli um hálsinn á
hverjum sem vera skyldi af rauðskyrtungunum á
þilfarinu. Jeg gat vel greint andlitsfar þeirra, og
ýmislegt miður fagurt eða viðfeldið fjekk jeg að
heyra um oss fyrir það, að vjer höfðum nærri því
rekizt á þá ; var það enn ljótara vegna þess, að þeir
sögðu það á rustalegum málblendingi, er frakkneskir
fiskiménn hafa sjálfir búið sjer til og tala við lands-
menn, þegar þeir eiga einhver mök við þá. þeir
hafa að öllum líkindum haldið, að vjer myndum
skilja þá bezt á þann hátt.
Skemmri stund var gufuskip vort og frakkneska
fiskiskútan að fjarlægjast hvort annað, en jeg hefi
eytt til þess að segja frá því, og þó var það nóg
lengi til þess, að jeg fæ því aldrei gleymt, sem fyrir
mig bar á þeim fundi.
það er sem jeg sjái enn þá fyrir framan mig