Iðunn - 01.01.1887, Síða 206
200 Carl Andersen :
hinn andstyggilega svip : órakað skegg sem strý,
rautt andlit, eineygt, og nefið með brotalöm ; keng-
bogið bakið og svo skakkt, að önnur öxlin gekk upp
fyrir eyra ; — og enn þá heyri jeg greinilega hina
rámu og fruntalegu rödd, sem grenjaði:
»|>ú stýrir eins og bjáni, aulinn þinn, sem stend-
ur við stýrið. það skal Marteinn vitna hve nær
sem þú vilt».
Fjelagar hans, hinir rauðskyrtungarnir, tóku undir
með honum með skellihlátri, líklega þó afþví, hve
þessi herfilega skepna afskræmdi sig og bar háðu-
lega til hendurnar, en varla af þeim bágbornu fyndn-
isorðum, sem hann hafði ávarpað oss með, því að
þeir hafa líklega alls eigi skilið neitt af þeim, þar
sem hann sagði þau á því máli, er gerði oss það
kunnugt, þó að það væri síður en eigi geðfelt,
þegar svona stóð á, að vjer ættum landa á meðal
þessara frakknesku fiskimanna, þar sem þessi skepna
var, sem er mjer enn í minni, svo ófjelegur sem
þesi drjóli var.
En jeg gleymi og naumast Jóhanni aptur !
Að vísu var hann í þessari svipan að verki sínu,
að svo miklu leyti 3em hann hjelt báðum höndum
um hjólið, en hann leit alls eigi á leiðarsteininn,
heldur starði hann í gagnstæða átt þeirri,sem skipið
átti að halda, og á eptir fiskiskútunni, sem hvarf út
í þokuna. Hann stóð agndofa, eins og hann hefði
sjeð vofu, er snögglega hefði birzt honum, og síð-
an jafnskjótt horfið honum úr augsýn. Augnaráð
hans átti að sjer að vera blítt, en nú varð það svo
harðúðlegt og hvasst, eins og eldur brynni úr aug-
um hans. I þessu vetfangi var ekkert annað lífs-