Iðunn - 01.01.1887, Page 208
202
Carl Andersen:
því eigi lengi að bregða mjer í fötin, þegar jeg
vaknaði einn morgun í dögun, og varð þess áskynja
af sjávarniðinum rjett við eyrað á mjer og birtunni
inn um ljórann á súðinni, að stillilogn og heiðskírt
veður var komið.
þegar jeg kom upp á þilfarið, var hjer um bil
ein klukkustund til sólaruppkomu. Sjórinn var
allur spegilfagur hringinn í kring um mig, himininn
heiður og hlár, og ekkert sást á ferð fyrir utan
skip vort néma eitt seglskip langt í burtu nær í
hvarfi til hægri handar. Bnginn fugl sást á tíugi,
og enginn fiskur synda uppi, ekkert hljóð heyrðist
nema fótatak á hápallinum. Stýrimaðurinn var
þar á varðbergi. Alstaðar var þessi einkennilega
kyrrð, sem eigi er auðið að lýsa og hvergi getur átt
sjer stað nema árla morgunsiitiá reginhafi, á með-
au nóttin er að hafa sig til vegar og dagurinn að
færast á lopt.
Jeg gekk fram á skipið. Jóhann gamli var á
verði. Hann sat á vindásnum og var að dunda
við kaðla, sem hann þætti saman. Jeg bauð hon-
um góðan daginn, og tók hann því vel að vanda;
hófst svo smátt og smátt samræða með okkur, og
það var víst veðrinu að kenna, að hún snerist alveg
sjálfkrafa að leyndarmálum lians. Jeg get eigi sagt
hvernig það atvikaðist, en það er víst, að við fór-
um seinast að tala um fiskiskútuna í hafþokunni,
og hvaða áhrif það hefði haft á hann, að sjá þar hinn
andstyggilega landa okkar.
þá sagði Jóhann gamli mjer þennan þátt úr æfi-
sögu sinni.
»Jeg er fæddur á Sveinborgarjaðri (á Fjóni);