Iðunn - 01.01.1887, Page 209
Jóhauna.
hí03
vorum vjer þrír bræður, og jeg í miðið að aldri til.
I’jögra ára gamall missti jeg föður minn; varð
móðir mín að vinna síðan ein fyrir oss þremur
bræðrum. Hvm hafði þá Iítið fyrir oss að leggja,
auminginn, og þess vegna hjelt hún, að bæði mundi
hagur sinn og vor barnanna batna, ef hún giptist
aptur. Bn hún átti þar litlu láui að fagna, og
góður guð gleðji hana á himnum fyrir það, er hún
varð að þola hjer í heimi í síðara hjónabandinu.
|>að var lítið um skilding heima til þess að kaupa
brauð fyrir, en að því skapi rífara af höggum og
skömmum hjá hinum nýja föður vorum — svo átti
hann að heita; — og það er bezti dagurinn, sem
jeg man eptir frá bernsku minni, er hann ljet mig
fara til ókunnugra til þess að vinna fyrir mjer.
]?á var jeg á 10. ári. Móðir mín grjet, því henni
þótti jeg of ungur til þess að eiga að fara að vinna
fyrir mjer sjálfur; en guð blessaði þau tár ; því
hann heyrði hið barnslega heit mitt, að þetta skyldu
verða hin síðustu tár, sem móðir mín felldi mín
vegna, og frá þeirri stundu og til þessa dags hefi
jeg leitazt við á sómasamlegan hátt að komast á-
fram í heiminum, þó að jeg hafi eigi komizt hærra
en að sitja lijer og sýsla við kaðalspotta.
Snemma hneigðist hugur minn að sjónum. |>eg-
ar jeg sá skipin sigla fram hjá, langaði mig mjög
til að fara langt burtu á þeim og kanna ókunnuga
stigu. |>á hugsaði jeg, að þar gæti jeg unnið of
fjár, komið síðan aptur og glatt aumingja móður
mína. Og svo fór, að jeg fjekk að svala fýst minni,
og rjeðst á enskt skip; hafði skipssveiuninn hlaup-
izt á burt fyrir skömmu. Jeg var síðan í mörg ár