Iðunn - 01.01.1887, Síða 210
204
Carl Andersen:
í förum rnilli Bnglands og Kína og Austur-
Indíalanda, og víðar; kom svo, að jeg átti liægt með
að fá gott kaup, af því jeg var ávallt góður viður-
eignar, og þótti kunna sæmilega til allrar sjómennsku,
rauplaust að eg held.
J>á var það einu sinni — jeg man þann dag, eins
og hann hefði verið í gær, og þó voru 44 ár liðin
síðan núna síðasta maí — að vjer lágum í Lund-
únum og höfðum rutt skipið tefarmi allmiklum,
sem vjer höfðum komið með þangað frá Kína síð-
ustu dagana í apríl. Skipstjóri var ungur og dug-
andi maður, af góðum ættum, og átti mikið í skip-
inu. Honum fjell vel við mig, og ef gera átti það,
sem nokkur vandi var*á, t. a. m. reka eitthvað
torsótt erindi eða fara varlega með einhvern hlut,
þá bað hann mig venjulega um að gera það. það
var alltímanlega þennan dag í maímánuði, að hann
kallaði á mig niður í káetu sína, og mælti :
»Nú skulum við gera okkur glaðan dag, Jóhann !
Yið skulum bregða okkur upp í sveit og heimsækja
móður mína gömlu og systur. Taktu þessa muni
og berðu þá á land, en farðu gætilega, til þess að
við getum fært þeim gjafirnar heilarn.
það voru ýmsir kjörgripir úr fílabeini og þess
háttar, og var allþungt að bera það ; því hugsaði
jeg með sjálfum mjer: ef þú átt að rogast langt
með allt þetta í slíkum sólarhita, þá verður skolli
lítið um skemmtunina. En það var lieldur eigi
svo sem til þess ætlazt
Yið stigum skjótt upp í fallegan vagn, ogókum svo
um fjölmörg stræti, er úðu og grúðu af fólki. Sólin
skein á Tempsá, á brýrnar og skipin, á Pálskirkju