Iðunn - 01.01.1887, Page 211
Jóhanna.
205
og öll lrúsin, svo allt sýndist mjer það ljómandi.
En loksins vorum við komnir út iir þessari heljar-
miklu borg, og iit í fríða sveitabyggð ; þar var undur-
fagurt: allur gróður í fullum blóma.
Um miðjan dag komum við í þorpið; — en þjer
megið nú eigi hugsa yður eitt af sveitaþorpum vor-
um í Danmörku, eins og þau voru þá, með skökk-
um húsum, og óhreinum pollum og haugum á miðjum
götunum. Allt var þar svo hreint og þokkalegt,
eins og þegar vjer erum nýbúnir að ræsta þilfarið ;
húsin voru skrautleg sem smáhallir, og blóm og
lauf hjekk út yfir skíðgarðana, sem siður er til hjá
Englendingum ; þar þetta sveitaþorp að kalla eigi
annað en sveitahíbýli auðmanna. Yið ljetum stað-
ar numið fyrir framan eitthvert fallegasta húsið ;
á því voru loptsvalir og vínviður vaxinn upp með
gluggunum. Gömul kona, hvít fyrir hærum og með
svart lín um ennið — nú man jeg, að hún var annars
öll dökk-klædd — og ung stúlka tóku á móti
okkur. Af því hvernig þær tóku á móti skipstjóra,
skildi jeg þegar, að þetta var móðir hans og systir.
|>að var auðsjeð, að þeim þótti mjög vænt hverju
um annað, og í þetta skipti hafði liðið rúmt
ár síðan þau sáust seinast, svo að þar varð fagn-
aðarfundur.
Jeg ætlaði nú að taka munina rir vagninum og
bera þá inn, en gamla frúin kallaði á vinnustúlk-
una og sagði henni að hjálpa mjer til þess. Ung
stúlka hneigði sig fyrir skipstjóranum, hljóp niður
stigann og þangað sem jeg stóð. Hún hafði hvít-
an dúk yfir sjer og hvíta svuntu, og var með bera
handleggi.