Iðunn - 01.01.1887, Síða 212
206
Carl Andersen:
Nú skal jeg segja yður, að það eru ekki ínokkru
landi, sem jeg þekki, jafnmargar fríðar stúlkur eins
og á Englandi; en jeg þori þó að fullyrða, að
María, þar sem hún stóð hjá mjer, hefir varla átt
sinn jafningja að fegurð og blíðu, að öllu, sem gott
er».
Endurminningin um þetta frá æskuárum Jó-
hanns gamla hafði þau áhrif á hann, að hann
varð svo hýr undir brún, og á meðan liann tal-
aði um Maríu, varð hann alveg öðruvísi í málrómn-
um en áður.
nþegar við komum inn í húsið með gripina, gat
jeg fijótt fundið það, að skipstjóra liöfðu farizt vel
orð um mig, því gamla frúin klappaði á öxlina á mjer
og sagði við Maríu :
»Láttu mig sjá, María mín, að þú látir Jóhanni
eigi leiðast, og reyndu að vera búin í tækan tíma
með það, sem þú átt að gera, svo að þú getir sýnt
honum á eptir garðinn og bæinn».
það var gaman að vera á landi þennan dag;
já, þvílíkt! Við fengum dýrindiskrásir, uxakjöts-
steik og annað góðgæti, og nóg af ágætu ensku
öli til að svala okkur á. Og ekki nóg með það —
hvað mjer þótti inndælt að reykja út í garðinum.
Trjen stóðu svo þjett, að það var bezta forsæla
undir þéim, fuglarnir sungu, og það, sem var ynd-
islegra en allt þetta, var að heyra Maríu lilægja ;
fannst mjer að lokum svo mikið til um það, að
jeg gleymdi hinu öllu saman. Almúgamenn kom-
ast fljótara í kynni hver við annan en þjer og yð-
ar líkar, — og okkur Maríu var því þegar orðið
yel til vina inni í eldhúsinu, en nú — á meðan