Iðunn - 01.01.1887, Page 215
Jóhanna.
209
bóknámi og tekið að stunda verzlun, og í Kína
hafði hann hætt við verzlun og gjörzt sjómaður,
þótt lítt væri hann til þess fallinn. En hann
fann enn nógu mikið til sín, og þess vegna sveið
honum það mjög, að fá ofanígjöf svona á hverri
stundu, og það opt og einatt ásamt alldrjúgum
löðrungum hjá efra stýrimanni. Skamma stund
höfðum við verið saman, áður en hann tók að
hafa horn í síðu minni. það var auðsjeð, að hann
öfundaði mig af því, að skipstjóri og aðrir yfirmenn
mínir höfðu mætur á mjer.
þrátt fyrir allt þetta gat hann stundum verið
svo almennilegur og vingjarnlegur til orðs og æðis,
að varla var hægt annað en að þýðast hann og
hnynda sjer, að hann væri samt sem áður ekki
slæmur í sjer. það varð jeg að játa síðasta dag-
inn, sem vjer fengum að fara í land, áður en vjer
lögðum af stað. Við höfðum orðið viðskila við
hina í garði við veitingahús nokkurt; þar drukk-
um við mjög mikið af öli. »01 segir allan vilja«, og
svo fór hjer. Við voruin þó raunar landar, og hann
var nú í sem heztu skapi, drakk mjer til, hló að
hverju sem jeg sagði, einkum er jeg trúði honum
fyrir, hvað mjer bar til gleði; jeg talaði af einlægni
om, hvað Marfa væri yndisleg, og gleymdi öllu öðru,
Unz jeg rankaði við mjer allt í eÍDU, er Marteinn
— svo hjet hann — sagði með illmannlegu glotti:
»þá stúlku ætti jeg að koma mjer 1 kynni við.
Hún er þó kann ske ekki svo stygg, ef jeg ann-
ars ber nokkurt skynbragð á kvennfólk«.
Hann fann, að mjer þótti þetta óþarfa glens og
Iðunn. V. 14