Iðunn - 01.01.1887, Side 217
Jóhanna.
211
undir eins, að iitgerðarmönnum skipsins líkar svo
vel við þig, að ef þú verður eptirleiðis á skipinu,
verður þú þar annar stýrimaður í staðinn fyrir
Abbot, sein kemur í stað efra stýrimanns, með því
að hann verður fyrir öðru skipi. Hvað segir þii
um þetta?«
»Jeg segi bara, að jeg þakka yður, herra skip-
stjóri, það, sem þjer bjóðiðn, sagði jeg, og rjeð
mjer varla fyrir gleði, því jeg fann, að nú hafði
jeg dálítið til þess að bjóða Maríu upp á.
»Jú, mjer er ánægja að horfa á þig Jóhann«,
sagði skipstjóri. »Anægjan skíu svo út úr þjer,
eins og þú hefðir dregið vænsta hlutinn í hluta-
veltunni#.
»f>að hefi jeg líka gert, og vel það, herra skip-
stjóri«, svaraði jeg, og sagði honum svo frá, að
jeg hefði fengið ást Maríu, og hvað jeg hefði
œtlað fyrir okkur. En óðara og jeg hafði nefnt
hana á nafn, sá jeg, að honum brá, og jafnskjótt
°g jeg þagnaði, mælti hann undarlega hægt og
var eins og að kæmu dálitlar vöflur á hann, að
því er mig minnti seinna:
»Hvað ætlar þú þjer að gera með Maríu? þ>ú
hefir haft of stutt kynni af henni tilþess að þeldcja
hana; láttu hana eiga sig, Jóhann!«
»Nei«, ansaði jeg; »það er að nokkru leyti þegar
Mráðið með okkur, herra skipstjóri!«
l>á hætti hann talinu og var svo alvarlegur og
dapur í bragði, að jeg vissi eigi, hvað jeg átti að
hugsa um þetta mál. Svona hafði jeg aldrei sjeð
hann allan þann tíma, sem jeg hafði verið með
14*